Ferill
Guðbrandur Árni Ísberg lauk embættisprófi í sálfræði fá Árósarháskóla árið 1999. Hann er sérfræðingur í klínískri sálfræði, rithöfundur og með yfir 25 ára reynslu af sálfræðilegri meðferð og handleiðslu fyrir ýmsar fagstéttir.
Eftir að námi lauk bjó og starfaði Guðbrandur Árni í Danmörku um árabil og vann þar með traumatíserað flóttafólk, börn og fjölskyldur. Er heim kom vann hann sem skólasálfræðingur á Suðurnesjum og við Forvarnar- og meðferðarteymi barna við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Frá árinu 2010 hefur Guðbrandur Árni verið sjálfstætt starfandi og var einn af rekstraraðilum Sálfræðiráðgjafarinnar ehf. til ársloka 2024.
Guðbrandur Árni er höfundur tveggja bóka: Í nándinni – innlifun og umhyggja og Skömmin – úr vanmætti í sjálfsöryggi. Forlagið gaf báðar bækurnar út og má auk prentútgáfu nálgast þær sem rafbækur og hljóðbækur.
Vorið 2026 kemur þriðja bók Guðbrandar Árna út: Í augum þínum verð ég til – um ástina.