Sálfræðistofa Guðbrandar Árna Ísberg
Kjarni minnar faglegu nálgunar er að skapa traust meðferðarsamband byggt á velvild og virðingu. Aðferðirnar eru margvíslegar og endurspegla yfir 25 ára reynslu með ólíka skjólstæðingahópa.
-
Þau byggja á getu einstaklings til að hlusta á aðra, vera skýr í tjáningu og bregðast við á uppbyggilegan hátt.
-
Í því að elska einhvern felst ásetningurinn um að ýta undir hamingju og þroska viðkomandi. Hvernig gengur það í þínu sambandi?
-
Stuðningur í gegnum umbreytingarskeið, sorgarvinnu og nýjan veruleika.
-
Sálræn áföll skapa ójafnvægi og breyta bæði sjálfsmynd og framtíðarsýn. Yfirleitt breytist einnig sýn á aðra og traust til þeirra. Áfallavinna gengur út á að koma á jafnvægi að nýju, byggja upp heilbrigða sjálfsmynd og fara inn í framtíðina með sjálfsöryggi.
-
Þegar lífið kallar á dýpri spurningar um tilgang, sjálfsvitund og framtíð.
-
Hjálp við að skilja þunglyndi betur, og auka meðvitund um þá þætti sem bæði ýta undir það og koma manni út úr því.
-
Skömmin er óvinsæl því hún lætur okkur líða illa með okkur sjálf. Á sama tíma er hún ein hjálplegasta tilfinningin. Til að nýta sér skömmina þarf að skilja tilgang hennar og hvað hún bendir manni á. Takist vel til styrkir það sjálfsmat og eykur nærgætni í samskiptum.
-
Handleiðsla gengur út á það að auka meðvitund einstaklings um sjálfan sig í starfssamhengi og vinna með þá þætti sem ýta undir að viðkomandi dafni í vinnunni.
Helstu áherslur í meðferðarvinnu síðustu árin:
Guðbrandur Árni býður upp á erindi um:
1 2 3
Ást í parasambandinu
og milli foreldra og barna
Skömm og vinna með
skammartengd fyrirbæri.
Sorgarviðbrögð og
heilbrigt sorgarferli.
Ferill Guðbrandar Árna
Guðbrandur Árni Ísberg lauk embættisprófi í sálfræði fá Árósarháskóla árið 1999. Hann er sérfræðingur í klínískri sálfræði, rithöfundur og með yfir 25 ára reynslu af sálfræðilegri meðferð og handleiðslu fyrir ýmsar fagstéttir.
Frá árinu 2010 hefur Guðbrandur Árni verið sjálfstætt starfandi og var einn af rekstraraðilum Sálfræðiráðgjafarinnar ehf. til ársloka 2024. Varðandi núverandi vinnustað má lesa á síðunni „Stofan mín“.
Guðbrandur Árni er höfundur tveggja bóka: Í nándinni – innlifun og umhyggja og Skömmin – úr vanmætti í sjálfsöryggi. Forlagið gaf báðar bækurnar út og má auk prentútgáfu nálgast þær sem rafbækur og hljóðbækur.
Vorið 2026 kemur þriðja bók Guðbrandar Árna út: Í augum þínum verð ég til – um ástina.
Grænt umhverfi virkar græðandi og skapar jafnvægi
Bókaðu Tíma
Taktu fyrsta skrefið í átt að breytingu.
Hafðu samband og bókaðu tíma í dag.
Fyrir frekari upplýsingar eða áríðandi erindi er hægt að hafa samband í síma 862 7978 eða á tölvupóstfang gudbrandurarni@simnet.is